Vinnumarkaður. „…við verðum að fagna því að öll halarófan sé mætt til fundar í dag,“ sagði Halldór Benjamín við Fréttablaðið í Karphúsinu rétt áðan. Sá ástæðu til að uppnefna samninganefnd Eflingar.
„Trúnaður Samtaka atvinnulífsins liggur hjá viðsemjendum okkar sem eru um 90 prósent af öllum launþegum í landinu. Ég hef sagt það áður og segi það aftur að við munum ekki hvika frá þeirra línu,“ segir Halldór Benjamín og að með því væru þau að bregðast trausti þeirra sem þau hafa þegar samið við. Heimild frettabladid.is.
„Við erum hér að semja fyrir tuttugu þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu sem að hefur nú sýnt það með sannfærandi hætti að þau eru til í að leggja ansi mikið á sig til þess að fá ásættanlegan kjarasamning. Hvort að örfáir menn séu svo forhertir að þeir ætli þrátt fyrir allt sem gengið hefur á ekki að mæta okkur við samningaborðið þá kemur það í ljós í dag,“ segir Sólveig Anna sem sagðist mætt á fundinn til að eiga langan og góðan fund. Heimild frettabladid.is.