- Advertisement -

Halla vill í stjórn VR

Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu.

Halla Gunnarsdóttir.

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til setu í stjórn VR til næstu tveggja ára. Þótt innan „verkalýðshreyfingarinnar sé deilt um margt, virðist nokkur samhljómur um að sú kjarasamningalota sem nú stendur yfir hafi skilað launafólki og íslensku samfélagi verri niðurstöðu vegna þess hversu sundruð hreyfingin gekk til kjaraviðræðna. Sameinuð verkalýðshreyfing getur gert kröfur á bæði atvinnurekendur og stjórnvöld til að tryggja raunverulegar kjarabætur og stuðla að jöfnuði fremur en breiðari gjá milli ríkra og fátækra. Með því er ekki sagt að full samstaða geti eða þurfi að nást í einu og öllu. En það er til mikils að vinna að efla samstöðuna þar sem það er hægt,“ skrifar Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri VR.

„VR er stærsta stéttarfélag á Íslandi og ég tel mikilvægt að forysta þess fari fram af yfirvegun og festu, bæði í baráttunni fyrir bættum kjörum félagsfólks og innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem félagsmanni í VR rennur mér blóðið til skyldunnar.

Hljóti ég brautargengi í stjórn félagsins mun ég vinna í þágu sameinaðrar og kraftmikillar verkalýðshreyfingar. Ég mun taka harða afstöðu gegn öllum tilraunum til að veikja stéttarfélög á Íslandi og beita mér fyrir eftirfarandi stefnumálum:

Þú gætir haft áhuga á þessum

• vinnumarkaði sem styður við launafólk fremur en að vænka hag þeirra sem mest eiga,

• skattkerfisbreytingum sem stuðla að jöfnuði,

• húsnæðisstefnu sem sem gengur út á að viðurkenna húsnæði sem grunnþörf fólks, en ekki gróðamöguleika fyrir fjárfesta,

• heilbrigðis- og velferðarmálum þar sem fólk er í fyrirrúmi.

Ég vona sem flestir VR félagar taki undir þessi stefnumál og taki þátt í kosningunum sem framundan eru.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: