- Advertisement -

Halla forseti kom og sá og sigraði

„Ég er að minnsta kosti afskaplega stoltur af framgöngu hennar hér.“

Árni Magnússon.
Árni Magnússon á einum fundanna.

Árni Magnússon fyrrverandi ráðherra skrifaði færslu á Facebook um þátttöku hans í sendinefnd af tilefni forsetaheimsóknarinnar til Kaupmannahafnar.

„Hef undanfarna daga verið þátttakandi í viðskiptasendinefnd Forseta Íslands í Kaupmannahöfn, þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á græna orku og loftslagsmál og hvernig Íslendingar og Danir geta aukið samstarf sitt, m.a. á þeim sviðum. Tók af því tilefni þátt í pallborðsumræðum í morgun þar sem ég lagði m.a. áherslu á stórkostlega vannýttar auðlindir jarðvarma í Evrópu og mögulegt samstarf okkar á því sviði, sem og vind- og birtuorku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…var framkoma hennar óaðfinnanleg…

Ég ræddi líka kosti þess að nýta sameiginlegan slagkraft Norðurlandanna við fjármögnun grænna verkefna á heimaslóð og kallaði eftir einföldun evrópsks regluverks, sem verður sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnulífið, m.a. við þróun grænna verkefna.

Þá nefndi ég hversu brýnt það væri að við stæðum jafnréttisvaktina innan greinarinnar og gerðum allt sem í okkar valdi stæði til að laða að henni ungt, vel menntað og hæfileikaríkt fólk.

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur að mínu mati komið, séð og sigrað, í þessari fyrstu opinberu heimsókn sinni út fyrir landsteina Íslands.

Alls staðar þar sem ég sá til hennar og heyrði, var framkoma hennar óaðfinnanleg og erindið sem hún færir fram ákaflega skýrt. Hún hefur brýnt okkur til dáða, leggur drjúga hönd á plóg, talar af mikilli þekkingu og reynslu, er ákveðin og hvetjandi en um leið mild og manneskjuleg.

Hafandi séð hana og heyrt við fjögur mismunandi tilefni þessa daga, fer í mínum huga ekki milli mála að við höfum eignast fádæma góðan Forseta sem ég er sannfærður um að á eftir að marka djúp og eftirtektarverð spor.

Ég er að minnsta kosti afskaplega stoltur af framgöngu hennar hér.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: