Fleiri en 400 greindust með Covid í gær. Jóladag. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins. Að venju var ekki hirt um að segja okkur fréttina alla. Hversu hátt hlutfall var það af þeim sem voru skimaðir? Hef ekki minnstu hugmynd. Enn og aftur er látið nægja að segja hversu margir mældust með Covid, en okkur er alls ekki sagt hversu hátt hlutfallið er. Þar er fréttin.
Því miður er Ríkisútvarpið ekki eitt um þetta. Held að segja megi að allir fjölmiðlar láti duga að segja okkur hálfar fréttir. Sem dæmi reyndust rúm þrettán prósent, þeirra sem voru skimaðir daginn fyrir Þorláksmessu, vera með Covid. Sem er með því allra, allra mesta.