Halarófa af vígalegum éppum
Þorgrímur Gestsson skrifar: „Hann segir að hópurinn hafi borið að sér sakir, en að lögreglan sé ekki með nægilega sterk gögn í höndunum til að geta kært þá.“ Hvernig bera menn AÐ sér sakir? Játa sök, eða hvað?
Annars mætti ég halarófu af svona vígalegum éppum á Suðausturlandi fyrir helgi og hugsaði hvern fjandann þeir væru að vilja hér ef ekki að æða um þessa villtu náttúru – um vegi eða ekki vegi. Þetta fólk þarf að stöðva og koma því í skilning um að það geti ekki hegðað sér eins og það vill, hér gildi reglur!