- Advertisement -

Háir vextir eru vilji Seðlabankans

Vextir á Íslandi eru langtum hærri, meira að segja margfalt hærri, en í flestum öðrum löndum. En hvers vegna? Jú, vegna þess að Seðlabankinn kýs að svo sé. Er það raunverulega svo? Já.

Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, skrifar í Viðskiptablaðið. Þar segir m.a.

„Til að sjá að háir vextir eru ekki náttúrulögmál sem fylgir krónunni nægir að skoða vextina fram að því að hávaxtastefna Seðlabankans var tekin upp árið 2002. Fram að þeim tíma voru vextir á Íslandi að jafnaði lágir, sérstaklega raunvextirnir, sem voru langtímum saman neikvæð­ir.“

Ragnar nefnir fleira. „Það er ekki heldur rétt, þótt Seðlabankinn reyni að halda því fram, að háir vextir séu nauð­synlegir vegna þess hvað krónan er smá. Þvert á móti má færa að því sterk rök að það sé einmitt vegna smæðar myntarinnar sem ófært sé að halda uppi hærri vöxtum á Íslandi en annars stað­ar. Fjölmargir aðrir litlir gjaldmiðlar eru notaðir í heiminum. Þeirra á meðal eru t.a.m. norska og sænska krónan. Í Noregi eru seðlabankavextirnir nú um 0,5% og í Svíþjóð -0.5%.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ragnar skýrir hvers vegna er, eða hefur verið, meiri óstöðugleiki hér en víða annarsstaðar.

„Íslenskt efnahagslíf er tiltölulega óstöðugt fyrst og fremst af tveimur ástæðum: Fyrri ástæð­ an er að hagkerfið er smátt. Því eru grunnatvinnuvegir fáir og miklu færri en í stærri hagkerfum. Afleiðingin er meiri óstöð­ ugleiki því færri atvinnuvegir eru til staðar til að jafna sveiflur hvers annars. Að þessu leyti er Ísland líkt einstökum héruðum innan stærri landa þar sem hagsveiflur eru gjarnan miklu meiri en í landinu í heild og síst minni en á Íslandi þrátt fyrir sama gjaldmiðil. Síðari ástæðan er að grunnatvinnuvegir á Íslandi eru í óvenju ríkum mæli byggðir á náttúrugæðum. Náttúran er eðli sínu samkvæmt misgjöful. Það veldur einnig sveiflum í efnahagslífinu.“

Tilefni greinar Ragnars var vilji til að leggja krónunni og taka upp aðra mynt, sem Ragnar segir alrangt að gera.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: