Ég held að þessi svör tímabundins forstjóra Samherja kalli á að rannsókn fari fram á öllum störfum hans, sérstaklega hjá Íslandsstofu og Icelandair.
Marinó G. Njálsson skrifaði á Facebook:
Úr frétt Morgunblaðsins (þrjár klippur ekki í réttri röð):
„Er það vani ykkar [Samherja] að greiða einkaaðilum þegar þið fáið úthlutað kvóta erlendis?“ spyr blaðamaður þá. „Því get ég ekki svarað, málið sætir nú rannsókn. Berist manni reikningur fyrir þjónustu eða kvóta þá greiðir maður hann,“ svarar Björgólfur og vísar því á bug að nokkrar ólögmætar greiðslur hafi átt sér stað. „Okkur bárust reikningar frá fyrirtækjum sem seldu kvóta og við greiddum þá.“
„Ég efast um að nokkrar mútugreiðslur hafi átt sér stað eða að fyrirtækið sé eða hafi verið flækt í nokkuð ólögmætt,“ hefur blaðið eftir Björgólfi sem segist telja að uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson hafi verið einn að verki.
Blaðamaður DN spyr Björgólf því næst út í greiðslur til eignarhaldsfélags í Dubaí í eigu James Hatuikulipi..
..Björgólfur segir ekkert benda til þess að þær greiðslur hafi verið ólöglegar, þar hafi einfaldlega getað verið um löglegar greiðslur fyrir fiskkvóta að ræða auk greiðslna fyrir ráðgjafarþjónustu. „Þetta voru kvótar frá yfirvöldum sem við skulum vona að hafi verið lögum samkvæmt, Samherji fékk enga kvóta umfram það“..
—–
Mikið hlýtur norski blaðamaðurinn hafa hlegið eftir að hann sagði félögum sínum af viðtalinu.
Greiði menn fyrirtæki fyrir kvóta, þá er það gert beint inn á reikning fyrirtækisins, ekki inn á gervifyrirtæki í Dubaí. Ég held að þessi svör tímabundins forstjóra Samherja kalli á að rannsókn fari fram á öllum störfum hans, sérstaklega hjá Íslandsstofu og Icelandair. Ef honum finnst sjálfsagt að greiða félagi í Dubaí fyrir kvóta í Namibíu, þá er spurning hvað fleira honum hefur fundist sjálfsagt í gegn um tíðina í störfum sínum.
Mér kemur í hug ágætis orðatiltæki, en læt vera að setja það hér.
https://www.mbl.is/…/frettir/2019/12/14/dregur_mutugreidsl…/