- Advertisement -

Hagsmunir fara framar hugsjónum

Sama á við um 500 milljarða þjóðarsjóðinn sem Bjarna dreymir um svo hann geti gert sig breiðan í hópi ríkra erlendra fjárfesta.


Að hlusta á og lesa ræður þingmanna og ráðherra um hvítbókina og bankasölur er sérstakt, jafnvel vont. Flestir þeirra sem hafa stigið í ræðustól Alþingis virðast tilheyra allt annarri veröld en meginhluti þjóðarinnar.

Hvað það er sem rekur þingmenn og ráðherra í málinu er óvíst. Þar sem íslensk stjórnmál stjórnast oftar en ekki af hagsmunum frekar en af hugsjónum má ætla að ákafinn eigi upptök sín þar, í hagsmunum, í hagsmunagæslunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Alþingi nýtur ekki trausts þjóðarinnar. Einstakir þingmenn og ráðherrar gera það ekki heldur. Meðan vantraustið er algjört er ekki við það unandi að þingið og ríkisstjórnin ráðstafi verðmætum eignum ríkisins. Til að gera það þarf traust, sem er ekki til staðar nú.

Það liggur við að slefið leki úr munnvikum ræðumanna. Þeir stappa jafnvel niður fæti í ræðum sínum, eins og frek börn sem krefjast að fá að opna jólapakkana fyrir jól, og þingmennirnir krefjast þess að bankarnir verði seldir nú þegar, eftir engu sé að bíða. Jú, sagði Bjarni, fyrst verður að afleggja bankaskattana. Það er og.

Ekki er minnsta ástæða til að efast um að þingmenn eru réttkjörnir. Heldur má ekki gleymast að fólkið í landinu getur með samstöðu verið þinginu öflugra. Þjóðin hefur sýnt það og mun eflaust gera aftur, komi til þess að þingmenn þekki ekki sín takmörk.

Sama á við um 500 milljarða þjóðarsjóðinn sem Bjarna dreymir um svo hann geti gert sig breiðan í hópi ríkra erlendra fjárfesta. Það má aldrei verða.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: