„Það má alveg segja að ríkisstjórnin hafi að vissu leyti veitt þessum hagsmunahópum skjól,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, á Alþingi í dag, þegar hún reyndi hvað hún gat til að fá svör frá forsætisráðherra um orð Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra um framgöngu hagsmunahópa.
Þorgerður Katrín: „Í áhugaverðu viðtali við Stundina sagði forstöðumaður helstu stofnunar Stjórnarráðsins, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, með leyfi forseta: „Ísland er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum“. Er hæstvirtur forsætisráðherra sammála þessari fullyrðingu seðlabankastjórans eða telur forsætisráðherrann seðlabankastjóra fara með rangt mál?“
„Hefði ég verið blaðamaður hefði ég beðið um seðlabankastjóra dæmi. Ég verð nú að viðurkenna að ég hefði kosið að hann færi yfir það hvað hann ætti nákvæmlega við með þessu,“ sagði ráðherrann.
Svo fór að Katrínu forsætisráðherra var misboðið: „Maður hlýtur að gera kröfu til þess að sanngirni sé gætt í þessari pontu og dæmin séu talin upp.“