- Advertisement -

Hagsmunagæslan herjar á Sjálfstæðisflokkinn alla daga

Það er lík­legt til ár­ang­urs þegar heilt hús við Borg­ar­tún puðar á hverj­um degi.

„Stjórn­mála­flokk­arn­ir sem urðu til snemma á síðustu öld end­ur­spegluðu það sam­fé­lag sem þá var. Sam­fé­lagið hef­ur tekið breyt­ing­um og flokk­arn­ir líka en það þýðir ekki að þeir end­ur­spegli sam­fé­lagið jafn vel nú og þá. Þvert á móti. Þetta á ekki sízt við um hina hefðbundnu vinstri­flokka, VG og Sam­fylk­ingu,“ segir Styrmir Gunnarsson í upphafi laugardagsgreinar sinnar í Mogganum.

Undir þetta taka eflaust margir. „Þess sjást eng­in merki að þeir reyni að und­ir­strika fyrri tengsl við verka­lýðshreyf­ing­una. Sam­fylk­ing­in sér­stak­lega virðist sjá um hagsmunagæzlu fyr­ir há­skóla­borg­ara og hef­ur í leit að fram­bjóðend­um eng­an áhuga á verka­lýðshreyf­ing­unni,“ skrifar Styrmir. Þetta efast enginn um. Það hafa orðið kynslóðaskipti í flokkunum og þeir eru aðrir en þeir voru.

„Það eru einna helzt Flokk­ur fólks­ins og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sem leggja áherzlu á mál­efni fyrr­ver­andi skjól­stæðinga Alþýðuflokks og Alþýðubanda­lags,“ bætir Styrmir við og víkur svo að eigin flokki: „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn var reynd­ar orðinn ann­ar öfl­ug­asti launþega­flokk­ur lands­ins fyr­ir 60 árum en hef­ur misst áhug­ann á þeim kjós­enda­hópi án þess að nokkr­ar skýr­ing­ar hafi fengizt á því.“

Næst kemur Styrmir að stóru máli. Hagsmunagæslunni:

„Á sama tíma hafa um­svif hags­muna­varða aukizt mjög og þau ná líka til stjórn­mála­flokk­anna. Þeir vinna nú mark­visst inn­an sumra flokk­anna fyr­ir um­bjóðend­ur sína en sér­stak­lega þó inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ann­ars veg­ar gagn­vart ráðamönn­um flokks­ins og hins veg­ar að ein­hverju leyti inn­an flokks­ins í ein­stök­um hóp­um þar.

Kannski er þessi hagsmunavarzla skýr­ing­in á þeim breyttu áherzlum inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins sem nefnd­ar voru hér að fram­an. Það er lík­legt til ár­ang­urs þegar heilt hús við Borg­ar­tún puðar á hverj­um degi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: