Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifar grein í Mogga dagsins. Þar er þetta að finna:
„Gervisamfélag elur af sér gervistjórnmál, þar sem almannatenglar hanna skoðanir og stjórnmálamenn fylgja skoðanakönnunum. Hagsmunaaðilar stýra fjölmiðlum og þyrla upp ryki sem yfirskyggir upplýsingarhlutverkið. Í heimi gervistjórnmálanna skrifa aðstoðarmenn ræður og greinar fyrir þá sem leika hlutverk þingmanna og ráðherra. Sérfræðingar móta lagafrumvörp. Þingmenn greiða atkvæði eftir flokkslínum og forðast þannig persónulega ábyrgð. Íslenska ríkið er á stöðugu (en duldu) undanhaldi innan EES. Lagasetning Alþingis líkist í auknum mæli leikriti. Á bak við tjöldin fer fram hægfara – og ólýðræðisleg – aðlögun Íslands að ESB.“