Margt fólk undrast uppgjöf Svandísar Svavarsdóttur í að leysa bráðavanda bráðamóttöku Landspítalans.
„Ég veit að vandamálið er stórt og þetta bákn „Landspítalinn“ er orðið eitthvað sem enginn ráðherra virðist ráða við. Ég vil samt ekki trúa að ekkert sé hægt að gera. Kannski þarf að taka eitthvað risaskref, hugsa út fyrir boxið, stokka allt upp á nýtt, vera róttækur, gjörbreyta forgangsröðun!
Ég veit ekki en þetta á varla að ganga svona næstu árin og áratugina, er það nokkuð? Mér finnst að allt starfsfólk þarna eigi að fá fálkaorðuna. Þetta er afreksfólk!“
Þetta eru orð borgarfulltrúa Flokks fólksins, Kolbrúnar Baldursdóttur.
„Það er svo óendanlega þreytandi að vera gert að hlusta á ráðherra og stjórnarþingmenn endurtaka það í sífellu, úr ræðustól Alþingis og í viðtölum við fjölmiðla, að ríkisstjórnin hafi aukið framlög til heilbrigðiskerfisins og einnig til aldraðra og styðja það með Excel-töflum fjármálaráðherra. Þar er ætíð miðað við aukin krónutölufjölda og þar fá þeir vitanlega glæstar tölur,“ segir Guðmundur Gunnarsson,, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins.
„En þessar tölur segja okkur nákvæmlega ekkert um stöðu mála.
Talsmaður Landspítalans sagði í viðtali nýverið að fjölgun sjúklinga og aðgerða hefði þrefaldast á síðustu 3 ár. Hver er raunaukning framlags ríkissjóð er það sem við viljum fá að heyra.
Sama á við um framlög til þjónustu aldraðra. Öll vitum við að barnasprengjuárgangarnir (fæddir 1945-1965) eru að komast á lífeyrisaldur og öll vitum við að meðalaldur hefur lengst um 3-4 ár. Ráherrar standa sperrtir í viðtölum og halda því fram að veruleg aukning hafi átt sér stað í framlögum ríkissjóðs í málaflokka aldraðra. Hver raunaukningin, ekki sýna okkur krónutöluaukninguna. Meðaltalstölur fjármálaráðuneytisins segja okkur nákvæmlega ekkert.
Öll vitum við að það eru um 700 – 800 á biðlistum við að komast inn á hjúkrunarheimilin og sá fjöldi á sannarlega eftir að snar aukast á næsta áratugi. Það sáum við þegar sami hópur, sem nú er komast á lífeyrialdur, sprengdi utan af sér alla barnaskóla landsins á sínum tíma og okkur var gert að vera 30-37 í hverjum bekk. Sitja í þröngum kennslustofum og oft í einhverjum skúrum sem var skellt á bílastæðin við skólana. Það sama blasir við okkur nú hvað varðar hjúkrunarheimilin og ráðherrar tala um að þeir ætli skerða raunframlög ríkissjóðs til þessa málaflokks, svo þeir geti fjármagnað enn frekari skattalækkanir á útgerðinni og stóreignafólki,“ skrifar Guðmundur.