Fréttir

Hafna nýfrjálshyggju og hreðjataki hennar

By Miðjan

December 08, 2018

Drífa Snædal, forseti ASÍ, situr þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC), um þessar mundir.

Drífa skrifar fréttir frá þinginu.

„Nýfrjálshyggjunni hefur verið hafnað hér á þingi ITUC og því hreðjataki sem stórfyrirtæki hafa á lífsgæðum fólks og möguleikum til framfærslu. Alþjóðasamningum á forsendum fjármagnsins er hafnað og nauðsyn þess að breyta sjónarhorninu frá fjármagni til fólks ítrekuð. Þetta á líka við um einkavæðingu og uppbyggingu velferðarkerfis um heim allan. Í heimi þar sem 80% af gróðanum fer til 10% fyrirtækja er sannanlega verk að vinna. Þá er ömurlegt til þess að vita að aðeins 60% vinnandi fólks í heiminum er í formlegu ráðningarsambandi. Misrétti og misnotkun verður að linna. Það eru skilaboð hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar til heimsbyggðarinnar.“