Stjórnmál

Hafa Vinstri græn hlekkjað sig við Sjálfstæðisflokkinn?

By Miðjan

February 28, 2021

Tekist er á um frumvörp Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi. Jafnvel í ríkisstjórn einnig. Sjálfstæðisflokkurinn leggst þvert fyrir málið. Flokkurinn þvær hendur sínar af málinu:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þarf auðvitað að átta sig á því að hér er ekki um að ræða stjórnarfrumvarp eða stjórnarandstöðumál eða eitthvað þess háttar. Hún þekkir náttúrlega forsöguna betur en ég og veit að svo er ekki,“ sagði til að mynda þingflokksformaðurinn Birgir Ármannsson.

Þorgerður Katrín er í andstöðu við breytingar á nýtingu auðlinda þjóðarinnar og sér að núverandi stjórnarflokkar ætli að vinna áfram saman eftir kosningar. Með Miðflokki ef þörf verður fyrir hana. Yfir á Alþingi, það er Þorgerður Katrín sem talar:

„Tjónið sem þessi tillaga formanns Vinstri grænna skapar er tjón sem mun lifa með næstu kynslóðum. Þessi afurð, þetta frumvarp, svarar því svart á hvítu að þessir þrír flokkar, hugsanlega með stuðningi Miðflokksins, ætla að halda samstarfinu áfram eftir kosningar. Það liggur alveg ljóst fyrir. Það þarf meiri hluta eftir næstu kosningar og þá þarf að samþykkja að hafa þetta óvirka stjórnarskrárákvæði. Þetta er því líka yfirlýsing um að þessir flokkar ætli að halda áfram til að geta klárað nákvæmlega þetta mál af því að það þarf samþykkt þingsins. Afleiðingin er síðan sú að sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu, á þeirra forsendum en ekki þjóðarinnar. Ef svo reynist verður það á endanum hin raunverulega vonda arfleifð þessarar ríkisstjórnar.“

Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri grænum, kemur frumvörpum Katrínar forsætisráðherra, til hjálpar og svarar Þorgerði Katrínu:

„En hún endar í einhverri samsæriskenningu um að það sé í gegnum stjórnarskrárbreytingar sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð ætli að hlekkja sig við Sjálfstæðisflokkinn til að vera með honum í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Í hvaða veröld lifir háttvirtur þingmaður, virðulegur forseti? Að það sé í gegnum breytingar á stjórnarskrá Íslands sem hægt sé að ná tangarhaldi á Sjálfstæðisflokknum? Háttvirtur þingmaður þekkir Sjálfstæðisflokkinn betur en ég. Ég hef aldrei verið í honum öfugt við háttvirtan þingmann. Hún veit vel að þar er kannski ekki líklegast að fá þann af og til ágæta flokk með sér í einhvern sprett. Hún veit kannski eitthvað meira en ég um innvols Sjálfstæðisflokksins.“