- Advertisement -

Hafa VG og Framsókn skipt um skoðun?

Oddný Harðardóttir skrifaði þetta:

„Ríkisstjórnin ætlar að selja Íslandsbanka. Ferlið er farið af stað og enginn getur stoppað það nema fjármála- og efnahagsráðherra og ríkisstjórnin.

Löggjöf um að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka getur komið í veg fyrir ýmislegt óæskilegt eins og að eigið fé sé blásið upp með fjármálagerningum og að sparifé almennings sé notað til að fjármagna áhættusamar fjárfestingar sem geta orðið sparifjáreigendum og skattgreiðendum öllum kostnaðarsamar.

Nú virðirðist sem Framsóknarmenn og VG hafi skipt um skoðun til að þóknast Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn.

Fyrir fjórum árum (26. janúar 2017) lögðu þingmenn VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar (flokka sem þá voru í stjórnarandstöðu) fram þingsályktunartillögu um aðskilnaðinn undir forystu núverandi forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur.

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. þetta sem enn er í fullu gildi: ,,Auk þeirra röksemda sem að framan greinir um nauðsyn þess að áhættusömustu bankaviðskiptin séu ekki með óbeinni ríkisábyrgð sem valdið geti skattgreiðendum og venjulegum sparifjáreigendum miklu tjóni benda flutningsmenn á að smæð fjármálamarkaðarins fylgi meiri áhætta enda geti stórir fjárfestar og einstakir atburðir haft gríðarleg áhrif í litlu bankakerfi og valdið miklu tjóni. Þá er ljóst að samkeppnisstaða þeirra sem stunda hreina fjárfestingarbankastarfsemi hér á landi er skert miðað við fjármálafyrirtæki sem geta nýtt tryggð og ódýr innlán frá almenningi til að fjármagna áhættusama fjárfestingarbankastarfsemi. Öll rök hníga því að því að Alþingi taki af skarið og feli fjármála- og efnahagsráðherra að leggja fyrir Alþingi frumvarp um aðskilnað þessarar eðlisólíku starfsemi sem einn getur dregið svo úr áhættu almennings af hinni áhættusömu starfsemi fjárfestingarbanka að ásættanlegt er.“

Nú virðirðist sem Framsóknarmenn og VG hafi skipt um skoðun til að þóknast Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn.

Ég hef ekki skipt um skoðun.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: