- Advertisement -

Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki áður fengið aðra eins ríkisstyrki

Björn Leví Gunnarsson var að skrifa eftirfarandi:

Björn Leví Gunnarsson. „Fjárframlög voru hækkuð úr 286 millj. kr um 362 millj. kr. í samtals 648 milljónir. 126,6% hækkun á einu bretti.“

Fjárframlög voru hækkuð úr 286 millj. kr um 362 millj. kr. í samtals 648 milljónir. 126,6% hækkun á einu bretti. Rökin fyrir því að hækka fjárframlögin voru að styrkja lýðræðið og laga þá rýrnun sem orðið hefur á fjárframlögum til stjórnmálasamtaka frá hruni. Hvort tveggja eru alveg málefnaleg rök en upphæðin er það ekkert endilega.

Af því að fjárlög voru afgreidd á núll einni þá gafst ekki mikill tími til þess að rýna þær upplýsingar sem lagðar voru fyrir fjárlaganefnd um þessa upphæð sem fjárframlögin voru hækkuð um, 362 milljónir. Það var vísað í launavísitölur og verðbólgu og ýmislegt svoleiðis. Launavísitalan er auðvitað ekki gott samanburðarmælitæki en það má kannski miða við verðbólgu.

Af því að málið var afgreitt með hraði þá fór ég í það að biðja um upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálasamtaka síðan 2007 þegar ný lög tóku gildi, ég vildi upplýsingar lengra aftur í tímann en það var ekki skylda að skila reikningi til ríkisendurskoðunar fyrir 2007 þannig að þær upplýsingar liggja ekki fyrir. Ég fékk hins vegar núvirtar upplýsingar um fjárframlög frá ríkinu í gegnum fjárlög.

Ég fékk síðustu upplýsingarnar um þetta í dag og þar kemur fram, að fjárframlög skv. fjárlögum á núvirði til stjórnmálaflokka eru:
2007 511,810,000
2008 545,733,000
2009 501,153,000
2010 416,118,000
2011 364,127,000
2012 335,824,000
2013 317,440,000
2014 281,126,000
2015 302,016,000
2016 296,868,000
2017 291,720,000
2018 648,000,000

Hækkunin var semsagt rúmum 100 milljónum umfram það sem mest hafði verið áður.

Enn fremur, úr gögnunum sést þróun á fjárframlögum einkaaðila til stjórnmálasamtaka á núvirði (því miður bara til árins 2016):
2007 358,134,258
2008 134,490,484
2009 218,044,500
2010 173,596,242
2011 120,333,197
2012 115,866,181
2013 236,322,635
2014 159,797,260
2015 127,174,525
2016 141,316,284

Fjárframlögin hafa lækkað umtalsvert en eru mjög breytileg eftir því hvort það er alþingiskosningaár eða ekki. 2016 sker sig þó mjög mikið úr amk. miðað við 2007, 2009 og 2013.

Niðurstaðan lítur semsagt út fyrir að vera að lækkandi framlög einkaaðila til stjórnmálasamtaka séu nú fjármögnuð úr ríkissjóði. 100 milljóna uppbót, úr ríkissjóði.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: