- Advertisement -

Hafa grætt 700 milljarða frá hruni

„Það er svo nöturlegt að stjórnvöld skuli hafa tekið meðvitaða ákvörðun á hrun árunum að fórna í það minnsta 10 þúsundum íslenskra heimilanna á altari fjármálagræðginnar.“

Vilhjálmur Birgisson.

lhjálmur Birgisson skrifar: Nú þegar 10 ár eru liðin hruninu er dapurt og sorglegt að stjórnvöld hafi ætíð tekið á liðnum árum fjármálalegan stöðugleika fjármálaelítunnar fram yfir fjármálalegan stöðugleika heimilanna!

Það er svo nöturlegt að stjórnvöld skuli hafa tekið meðvitaða ákvörðun á hrun árunum að fórna í það minnsta 10 þúsundum íslenskra heimilanna á altari fjármálagræðginnar.

Það sorglega í þessu öllu saman er að það er ekkert að breytast enn búa íslensk heimili við okurvexti, verðtryggingu og himinn há þjónustugjöld. Maður spyr sig, hver hefði trúað því að 10 árum eftir að viðskiptabankarnir þrír sem ollu þessum hamförum sem íslensk heimili þurftu að þola séu búnir að skila yfir 700 milljörðum í hagnað frá hruninu. Já yfir 700 milljörðum!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég mun aldrei trúa öðru en að öll íslensk verkalýðshreyfing muni láta kné fylgja kviði við að kalla eftir réttlátara fjármálakerfi í komandi kjarasamningum. Við megum aldrei láta fortíðarvanda verðtryggðra húsnæðislána verða aftur að framtíðarvanda enda megum við aldrei gleyma að verðtryggðarskuldir heimilanna stökkbreyttust á einni nóttu um 400 milljarða!

Íslensk verkalýðshreyfing verður að láta kné fylgja kviði í komandi kjarasamningum og krefja stjórnvöld að hagsmunir íslenskra heimila verði teknir fram yfir hagsmuni fjármálaelítunnar.

Það er ekki nóg að segja „Guð blessi Ísland“ en meina í raun „Guð blessi fjármálaelítuna“ skítt með heimilin þeim má enn og aftur fórna á altari græðgisvæðingar fjármálakerfisins!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: