Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa lítillega og óformlega rætt um breytta skipan ráðuneyta milli flokkanna.
Þessu svaraði Bjarni Benediktsson, aðspurður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, liðinn sunnudag.
Bjarni sagði ekkert til í að Sigmundur Davíð og hann hafi talað um hvort Bjarni tæki við forystuhutverki ríkisstjórnarinnar af Sigmundi Davíð og settist í stól forsætisráðherra.