Gunnar Smári:
Sú bylgja smita sem er að rísa markar endalok þessarar ríkisstjórnar.
Ráðherra, sem hefur slegið eign sinni á heiður heilbrigðisstétta og seiglu landsmanna gagnvart arfaslakri sóttvarnarstefnu ríkisstjórnarinnar í þúsund fréttatímum, segir þau sem gagnrýna stefnuna, þegar hún afhjúpast sem kærulaus glópska, vilji gera faraldur að pólitísku bitbeini. Halló, ráðherrarnir hafa beitt landsmenn ógnarstjórn mánuðum saman, sett hömlur á allt daglegt líf þeirra til þess eins að fórna frelsi fólks á altari eigenda ferðaþjónustufyrirtækja (sem sumir eru tengdir ráðherrum fjölskylduböndum) og hafa allan tímann krafist skilyrðislausrar hlýðni. Nú er kominn tími til að ráðherrarnir sýni auðmýkt, viðurkenni stórkostleg mistök sín og gefi öðrum orðið til að skilgreina þann vanda sem við erum í og leggja fram lausnir. Ykkar tími er liðinn. Þannig er það bara. Sú bylgja smita sem er að rísa markar endalok þessarar ríkisstjórnar.