- Advertisement -

Hættu­leg­ast­ir eru skugga­stjórn­end­ur í líf­eyr­is­sjóðum

Vilhjálmur Bjarnason:
Hið eig­in­lega auðmagn er nú í fárra hönd­um, það er að segja stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóðum. “

„Verka­lýðsrek­end­ur telja marg­ir hverj­ir að skjól­stæðing­um sín­um sé best borgið með því að hat­ast við fyr­ir­tæki og at­vinnu­rek­end­ur. Hagnaður og arður er afrakst­ur af glæp­a­starf­semi. Þó er það svo að fyr­ir­tæki sem hafa hagnaðarmark­mið hafa einnig getu til að greiða laun,“ skrifar Vilhjálmur Bjarnason, sem berst nú fyrir betra sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, fyrir komandi kosningar.

Vilhjálmur stígur þarna um borð í herskip Samtaka atvinnulífsins. Herskip sem er ætlað að vega illa að forystu launafólks.

„Hið eig­in­lega auðmagn er nú í fárra hönd­um, það er að segja stjórn­ar­manna í líf­eyr­is­sjóðum. Stjórn­ar­menn líf­eyr­is­sjóða eru bundn­ar af sömu lög­mál­um og stjórn­ar­menn í fyr­ir­tækj­um. Stjórn­ar­menn í líf­eyr­is­sjóðum eiga aðeins að gæta hags­muna sjóðfé­laga varðandi líf­eyri,“ skrifar þingmannsefnið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vit­firrt­ir menn hafa sagt í þing­ræðum.

Þrátt fyrir allt og allt segir Vilhjálmur: „Vit­firrt­ir menn hafa sagt í þing­ræðum að það sé sam­fé­lags­leg skylda lífeyrissjóða að standa und­ir hag­vexti í land­inu.“

Þetta er eflaust rétt. Sparipeningar fólks eru ekki þannig. Þá á ekki að brenna á báli.

Freistandi er að skilja næsta kafla sem harða árás á það fólk sem lagði ofur áherslu á að launafólk hætti sínum peningum í vafasaman rekstur Icelandair.

„Hættu­leg­ast­ir af öll­um eru skugga­stjórn­end­ur í líf­eyr­is­sjóðum. Þeir haga sér á þann veg, að hin eig­in­lega stjórn sem á að vera sjálf­stæð í störf­um sín­um er þvinguð til ann­ar­legr­ar niður­stöðu í mál­um, niður­stöðu sem er ætlað að tryggja óeðli­lega hags­muni. En hags­muni hverra? Það er ekki alltaf aug­ljóst. En víst er að það eru ekki hags­mun­ir sjóðfé­laga.“

Nú verða sumir að taka þessa sneið til sín. Fyrstur kemur Halldór Benjamín Þorbergsson upp í hugann. Vel gert Vilhjálmur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: