- Advertisement -

Hættuleg þróun í geðheilbrigðismálum

„Mér finnst lítið látið í geðheilbrigðismál á Íslandi í dag, miðað við umfang vandamálsins. Mér finnst þróunin í kerfinu núna beinlínis hættuleg og það stefna í vitlausa átt. Það er eins og verið sé að stýra öllu inn á spítalana og heilsugæslunnar og við sjáum að það býr bara til flöskuhálsa og biðlista. Fólk þarf að bíða eftir þjónustu, það fær takmarkaða þjónustu og það fær ekki hjálp nema þau hafi greiningu og réttu pappírana,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður félagsins Hugarafls, sem hjálpar fólki að ná bata vegna andlegrar vanlíðanar og geðraskana, segir að geðheilbrigðisþjónusta hér á landi sé að þróast í ranga átt um þessar mundir.

Viðtalið við hana er í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hún einnig:

„En það er hægt að grípa inn miklu fyrr, bara um leið og fólki er byrjað að líða illa og þarf einhvern til að tala við. Þá geturðu komið á vettvang eins og Hugarafl og fengið hjálp og haldist á vinnumarkaði og annað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: