- Advertisement -

Hættu- og lokunarsvæði endurskoðuð

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs, hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni. Einnig hafa þær reglur sem gilda um aðgang að lokaða svæðinu verið endurskilgreindar.

Á vef Almannavarna kemur ennfremur fram að svæðið er enn lokað öllum nema þeim sem hafa til þess sérstök leyfi og hafa þær reglur verið hertar í ljósi nýs hættumats Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Vegna mögulegrar gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni og mögulegs sprengigoss með gjóskufalli og jökulhlaupum frá Dyngjujökli eða Bárðarbungu hefur almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið eftirfarandi skilgreiningar á hættu- og lokunarsvæðum:
Lokunarsvæði
Vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni skal umferð takmörkuð í 25 km fjarlægð frá aðal gosgígnum.

Hættusvæði
Það svæði þar sem um helmingslíkur eru á að óholl loftgæði geti myndast, eða í um 60 km fjarlægð frá gosstöðvunum í Holuhrauni.

Sjá nánar á vef Ríkislögreglustjóra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: