Fréttir

„Hættu af slíkri för vill hann meta sjálfur“

By Miðjan

February 08, 2024

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði:

„Nú er farið að gjósa á ný í nágrenni Grindavíkur. Svo sem kunnugt er hefur umbj. minn Stefán Kristjánsson, sem býr og starfar í Grindavík, höfðað mál á hendur íslenska ríkinu með kröfu um viðurkenningu á að hann sé ekki bundinn af banni yfirvalda við því að hann megi fara að heimili sínu og starfsstöð á staðnum. Ástæða er til að árétta að krafa hans lýtur þannig að því að hann skuli ráða því sjálfur hvort og hvenær hann fer á staðinn. Hættu af slikri för vill hann meta sjálfur og telur stjórnarskrárvarinn rétt sinn leyfa það, hvað sem afstöðu yfirvalda líður. Til að nefna hliðstæðu má nefna hnefaleikakappa sem fer í hringinn vitandi að sú för getur orðið honum hættuleg. Slíkra réttinda njóta menn í ríki sem virðir sjálfákvörðunarrétt borgaranna um eigin málefni.“