- Advertisement -

Hættið dekri við fjármálaöflin

Bankarnir hafa skilað 700 milljarða hagnaði frá hruni.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Það er bjargföst skoðun mín að ef stjórnmálamenn myndu taka pólitíska ákvörðun um að taka hagsmuni alþýðunnar og heimilanna fram yfir granítharða sérhagsmunagæslu fjármálakerfisins þá myndi það auðvelda umtalsvert að hægt yrði að ganga frá kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði.

Enda vita allir sem vita vilja að fjármálakerfið hefur í gegnum árin og áratugina sogað stóran hluta ráðstöfunartekna heimilanna yfir til sín.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er t.d. eðlilegt að viðskiptabankarnir þrír séu búnir að skila yfir 700 milljörðum í hagnað frá hruni?

Það myndi klárlega auðvelda að leysa kjaradeiluna ef eftirfarandi atriði kæmu til framkvæmda:
• Tekið yrði á okurvöxtum
• Tekið yrði á himinn háum þjónustugjöldum bankakerfisins
• Verðtrygging á neytendalánum yrði afnumin
• Lögum um vexti og verðtryggingu yrði breytt þannig að að fjárskuldbindingar heimilanna tækju mið af vísitölu án húsnæðisliðar.

Það liggur fyrir að það eru til margar leiðir til að auka ráðstöfunartekjur launafólks og ein leið í því er að stjórnmálamenn hætti að þessu skefjalausa dekri við fjármálaöflin og taki frekar stöðu með almenningi!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: