Gunnar Tómasson skrifar:
Á vef Hæstaréttar, þar sem fjallað er sérstaklega um dóminn, segir að til þess hafi dómarar meðal annars vísað í að með aðild að mannréttindasáttmála Evrópu hafi samningsríki „ekki undirgengist þjóðréttarlega skuldbindingu um að tryggja þeim, sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur að brotið hafi verið gegn við meðferð máls fyrir innlendum dómstóli, rétt til að fá málið endurupptekið.“
Umsögn.
Tær snilld!
Ef efri deild Mannréttindadómstóls Evrópu vísar frá áfrýjun ríkisvalds á Landsréttardóminn eða staðfestir hann, þá hefur Hæstiréttur búið til fordæmi til að hunza niðurstöðuna á þeirri forsendu að Ísland sé ekki þjóðréttarlega skuldbundið að virða niðurstöður sem hugnast ekki fúskurum í dómsmálaráðuneyti og Alþingi.
Og ekki verra að vinur aðals á hér hlut að máli.