- Advertisement -

Hærri vextir á heimili hafa ekki nein áhrif á verðbólguna – margir standa illa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir:

Þetta eru oft staðan hjá tekjulágum fjölskyldum sem hafa lítið borð fyrir báru. Hvert einasta prósentustig til hækkunar á húsnæðiskostnaði getur skilið á milli feigs og ófeigs hjá þeim.

„Núna er blússandi verðbólga í kjölfar heimsfaraldurs og svo er núna stríð í heiminum sem á áreiðanlega eftir að hafa sín áhrif. Verðbólgan stafar ekki af atburðum hér heima nema að litlu leyti. Það er verðbólga úti um allan heim og því verður að takast á við hana út frá þeim forsendum. Sú leið sem alltaf hefur verið farin til þess að slá á þenslu er að hækka meginvexti Seðlabankans og svo er einnig nú. En ef verðbólgan er fyrst og fremst vegna utanaðkomandi áhrifa hvernig eiga þá hærri álögur á heimili og fyrirtæki landsins að slá á hana?“

Sagði Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins á Alþingi í gær.

„Það eina sem hærri vextir gera er að auka á erfiðleika heimila og fyrirtækja sem oft eru nægir fyrir, m.a. vegna heimsfaraldurs og afleiðinga hans. Ástandið er erfitt víða um heim vegna Covid og rof hefur komið í framleiðslu- og flutningslínur heimsins, hina svokölluðu virðiskeðju, og flutningskostnaður til landsins hefur þannig hækkað gríðarlega sem og verð á ýmsum vörum. Hærri álögur á íslensk heimili munu ekki hafa nein áhrif á þessa þróun. Núna ætti þvert á móti að koma íslenskum heimilum í skjól fyrir afleiðingum þessara verðhækkana og sjá til þess að þau skaðist ekki meira af Covid-faraldrinum en þegar er orðið þar sem margir hafa orðið fyrir tekjumissi og standa illa undir auknum álögum vegna vaxtahækkana sem vafasamt er að beri tilætlaðan árangur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stærsti útgjaldaliður flestra heimila er í fyrsta lagi húsnæðiskostnaður og í öðru lagi matarkostnaður. Hverjum hjálpar það ef báðir þessir liðir hækka vegna utanaðkomandi verðbólgu? Hjá sumum fjölskyldum er mánaðarlegur húsnæðiskostnaður, hvort sem það eru afborganir lána eða leiga, allt að 60 prósent af ráðstöfunartekjum. Þetta eru oft staðan hjá tekjulágum fjölskyldum sem hafa lítið borð fyrir báru. Hvert einasta prósentustig til hækkunar á húsnæðiskostnaði getur skilið á milli feigs og ófeigs hjá þeim.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: