- Advertisement -

Hæpin ávinningur af sölu Íslandsbanka

Gylfi Magnússon.

„Ávinningurinn af því að selja banka og greiða upp skuldirnar er því enn minni en áður. Raunar gætu arðgreiðslur sem ríkið verður af vegna sölu verið hærri en vextir sem ríkið þarf ekki að greiða ef það notar söluandvirðið til að grynnka á skuldum. Áhætta ríkisins minnkar þó líka við sölu og það er ávinningur í því frá sjónarhóli ríkissjóðs,“ skrifaði Gylfi Magnússon, hagfræðingur við Háskóla Íslands.

„Auknar skuldir vegna faraldursins breyta þessari mynd sáralítið, raunar er ávöxtunarkrafan á ríkisskuldum núna eitthvað lægri en í aðdraganda faraldursins. Það þarf því einhver önnur rök en þann hallarekstur fyrir því að selja banka núna. Við ákvörðun um sölu ætti þó fyrst og fremst að horfa til áhrifanna á hagkerfið í heild, ekki bara á fjárhag ríkisins, þótt auðvitað skipti hann máli. Fyrir áhrifin á hagkerfið í heild skiptir miklu hverjir kaupa og hvaða hugmyndir þeir hafa um rekstur bankans. Það væri t.d. alls ekki heppilegt að kaupendurnir stefndu að því leynt eða ljóst að greiða sem mest eigið fé út til hluthafa í náinni framtíð,“ skrifar Gylfi.

Í upphafi greinarinnar segir:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skrifaði þetta fyrir því sem næst nákvæmlega fimm árum. Á held ég að mestu eða öllu leyti enn við. Þó hefur auðvitað eitthvað breyst. M.a. skiptir máli að vextir á skuldum ríkisins hafa haldið áfram að lækka.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: