Gunnar Smári skrifar: Þau sem nota göngin til að komast í og úr vinnu þurfa að borga um 80 þús. kr. á mánuði, til að eiga fyrir því þarf launafólk að afla rúmlega 130 þús. kr. fyrir skatta og gjöld. Það er meira en 40% af lágmarkslaunum.
Gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu til að fjármagna skattalækkun til hinna ríku er fullkomin heimska; hækkið fjármagnstekjuskatt, tekjuskatta fyrirtækja, erfðafjárskatt og leggið aftur á eignaskatta og hafið opinbera þjónustu og innviði ókeypis. Það tryggir jöfnuð, bætir kaupmátt og eykur nýsköpun og kraft í atvinnulífinu.
Gleymið öllum kenningum nýfrjálshyggjunnar, komið hefur í ljós að þær eru stórskaðlegt bull.