Sólveig Anna skrifar: Bjarni hefði kannski líka, jafnvel frekar, mátt minnast á þá staðreynd að tekjuhæstu 330 samborgarar okkar fengu 60 milljarða í heildartekjur árið 2016; 330 eigendur atvinnutækjanna, eigendur kvótans, bankafólk og fjárfestar skiptu þessari hrúgu af auð á milli sín. Manneskjan sem fékk allra mest gat á einu ári aukið auð sinn um þrjá milljarða.
Mögulega væri hægt að halda því fram að í þeim aðstæðum sem nú ríkja væri kjörið að hækka verulega fjármagnstekjuskatt á Íslandi en eins og ítrekað hefur verið bent á eru þar tækifæri, jafnvel veruleg, til að sækja fé í ríkissjóð. Mögulega væri það hægt og mögulega væri hægt að halda því fram að þar væri réttara að byrja á að „snúa við öllum steinum“ frekar en að hóta því að enn eina ferðina eigi að fara í það nýfrjálshyggjuverkefni að hrella lífeyrisþega, félagslegum sadistum til skemmtunar og yndisauka.
Þú gætir haft áhuga á þessum