- Advertisement -

HÆKKUÐU LAUNIN HJÁ SJÁLFUM SÉR EN EKKI HJÁ ÖLDRUÐUM OG ÖRYRKJUM!!

Aðrir fóru miklu verr út úr kreppunni, sumir misstu allt sitt, íbúðir og atvinnu.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Þegar ráðherrar voru búnir að hækka laun sín óhóflega í skjóli kjararáðs eða um 64% og þau voru komin í 1,8 millj- rúmlega 2 millj kr á mánuði fyrir utan öll hlunnindin þá varð mikil óánægja í þjóðfélaginu með þessa ofurlaunahækkun.

Ráðherrar gripu þá til þess ráðs að segja, að þeir sem þingmenn (og ráðherrar) hefðu farið mjög illa út úr kreppunni. Laun þeirra hefðu verið fryst og jafnvel lækkuð. Þess vegna hefði þurft að hækka laun þeirra mikið. Þetta voru falsrök.

Aðrir fóru miklu verr út úr kreppunni, sumir misstu allt sitt, íbúðir og atvinnu. En ráðherrar hefðu átt að sjá sóma sinn í því að byrja á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja en þeir urðu fyrir verulegri kjaraskerðingu á kreppuárunum. Það er ekki farið að leiðrétta kjör þeirra enn.

Á tímabilinu 2009-2013 hækkaði kaup launamanna um 40% en lífeyrir aldraðra hækkaði aðeins um 17%! Munurinn var enn meiri hjá öryrkjum. Það hefur ekki hvarflað að ráðherrum (BB og co) að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna kjaraskerðingar, sem þeir urðu fyrir á kreppuárunum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lofuðu því fyrir kosningar 2013 að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, ef þeir kæmust til valda. Báðir flokkarnir sviku loforðin!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: