- Advertisement -

Hækka vexti þrátt fyrir stórlækkaðan bankaskatt


Það er áhugamál ríkisstjórnarinar að lækka álögur á bankana.

„Bankarnir eru sem sagt að boða vaxtahækkanir. Þá skulum við rifja upp hvað þessi ríkisstjórn undir forsæti Vinstri grænna hefur gert fyrir bankana. Bankarnir óskuðu eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður. Alveg sjálfsagt, sagði ríkisstjórnin. Bankarnir óskuðu eftir því að eftirlitsgjaldið til Fjármálaeftirlitsins yrði lækkað. Alveg sjálfsagt, sagði ríkisstjórnin. Bankarnir óskuðu eftir því að gjald í Tryggingarsjóð innstæðueigenda yrði lækkað. Alveg sjálfsagt, sagði ríkisstjórnin.“

Þetta sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins. Hann benti á að á heimasíðu Neytendasamtakanna megi lesa þetta: „Að undanförnu hafa félagsmenn leitað til Neytendasamtakanna vegna skilmálabreytinga lána sinna, en lánveitendur hafa haft samband við lántakanda til að hækka breytilega vexti óverðtryggða lána.“

„Það er sérstakt áhugamál þessarar ríkisstjórnar að lækka álögur á bankana. Fyrir það er ekki hægt að þræta. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði fyrir skömmu þegar hann talaði fyrir enn einni lækkuninni á bankana, með leyfi forseta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hér er farin sú leið að lækka iðgjaldið og á það að geta leitt til þess að vaxtamunur dragist saman. Það er mjög mikilvægt að það gerist og að menn séu samkvæmir sjálfum sér um það efni.“

Birgir sagði: „Hversu samkvæmir sjálfum sér eru bankarnir? Lækka þeir vextina eins og hæstvirtur fjármálaráðherra sagði að þeir myndu gera? Nei, að sjálfsögðu ekki. Þeir hækka vextina.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: