Stjórnmál

Hægrisinnuðustu ríkisstjórnir sögunnar

By Miðjan

June 03, 2021

Gunnar Smári skrifar:

Þetta eru veiðigjöld sem hlutfall af heildarverðmæti útflutnings sjávarafurða. Rauða pílan er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur en þær grænu annars vegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og hins vegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, líklega hægrisinnuðustu ríkisstjórnir sögunnar.

Ég set ekki pílu fyrir hina skammlífu ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar því það er erfitt að segja til um hvort það voru áhrif frá Bjartri framtíð og Viðreisn eða því hversu stuttu stjórnin tórði að þá hækkuðu veiðigjöldin á þessum skala, annars vegar vegna eldri reikniformúlu á bak við og hins vegar vegna hækkunar gengis krónunnar, sem aftur lækkaði útflutningsverðmætið í krónum talið og þar með veiðigjöldin sem hlutfall af útflutningsverðmæti. Veiðigjöldin 2013 voru hærri í krónum en 2018 þá var aflaverðmætið líka hærra í krónum og því er hlutfallið þá lægra en 2018.

En þetta línurit sýnir fyrir hvern þessi ríkisstjórn vinnur, alveg eins og ljóst var fyrir hvern ríkisstjórn Sigmundar Davíðs vann. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkur og VG eru hreinir kvótagreifaflokkar, taka ætíð hagsmuni hinna ríku fram fyrir hagsmuni almennings. Tölurnar tala sínu máli.