Fréttir

Hægri menn segjast hafðir út undan

By Miðjan

April 26, 2019

„Þrátt fyr­ir það ger­ist það ár eft­ir ár að í þess­um þætti hall­ar veru­lega á hægri­menn. Og þetta er ekki eini þátt­ur­inn hjá Rík­is­út­varp­inu sem hall­ar sér hik­laust til vinstri án þess að stjórn­end­ur stofn­un­ar­inn­ar geri nokkuð til að hindra lög­brotið. Hvernig stend­ur á því að þátt­ar­gerðar­menn Rík­is­út­varps­ins kom­ast upp með svona lög­brot? Og hvernig stend­ur á því að stjórn­end­ur stofn­un­ar­inn­ar gera það?“

Líklega er það Davíð Oddsson sem skrifar þetta í Staksteina dagsins.

Þar segir að í nýj­asta hefti Þjóðmála sé sagt frá hvernig umræðuþátt­ur­inn Silfrið vel­ur gesti í þann hluta þátt­ar­ins þar sem rætt er um það sem er efst á baugi í þjóðfé­lagsum­ræðunni hverju sinni.

„Skemmst er frá því að segja að ríf­lega helm­ing­ur viðmæl­enda er af vinstri kanti stjórn­mál­anna, 52%, og verður það raun­ar að telj­ast van­talið, enda eru sem dæmi tvær heim­sókn­ir Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar af Kjarn­an­um í þátt­inn ekki flokkaðar á hið póli­tíska lit­róf og hið sama má segja um heim­sókn frétta­manns­ins Helga Seljan.“

Meira um flokkun hægri manna:

„Þeir sem Þjóðmál flokka hægra meg­in stjórn­mál­anna fá aðeins þriðjung þess tíma sem vinstri menn fá í þætt­in­um, eða 17%. Miðju­menn, 19%, og óflokkaðir, 12%, fylla af­gang­inn. Rík­is­sjón­varp­inu ber ekki aðeins siðferðileg skylda til að gæta sann­girni og hlut­lægni, skyld­an er bein­lín­is skráð í lög.“

Ekki er víst að allt og allir séu sammála þessum dilkadrætti hægri manna.