Fréttir

Hægri menn fóru og fara með rangindi

By Miðjan

January 14, 2016

Samfélag „Hægrimenn segja að við verðum að snúa af leið norræna módelsins ef við eigum að geta tekist á við áskoranir dagsins í dag. Þau höfðu rangt fyrir sér áður og hafa rangt fyrir sér nú. Þvert á móti er það norræna módelið sem mun verða til þess að okkur gengur betur en öðrum,“ þetta má lesa á heimasíðu Alþýðusambands Íslands, en þar er löng grein sem ber heitið: Verjum norræna velferð.

„Það er engin tilviljun að fimm ríki á jaðarsvæði jarðar, sem fyrir einungis hundrað árum glímdu við mikla fátækt og fólksflótta, hafi náð þessum árangri. Það leiðir af norrænni jafnaðarstefnu og verkalýðsbaráttu fyrir frelsi og jafnrétti, af vinnusemi milljóna manna og staðfestu um gildin: ”gerðu skyldu þína, krefstu réttar þíns”. En nú er sótt að sjálfum grundvallargildunum sem gera Norðurlöndin svo sterk.“

Sjá nánar hér á, asi.is.