- Advertisement -

Hægri hugur VG og Framsóknar

Björgvin Guðmundsson.

Umræðan Katrín Jakobsdóttir formaður VG sagði í Víglínunni í gær, að stjórnarsáttmáli, stjórnar með íhaldi og framsókn yrði lagður fyrir flokksstofnanir á miðvikudag. Það bendir til þess að komið sé samkomulag en ekkert hefur lekið út um það hvort VG hafi fengið einhverjum málum framgengt eða hvort íhaldið hafi ráðið ferðinni. Margt bendir til þess að Katrín og VG hafi ekki treyst sér til þess að hætta við og því samþykkt samning, sem ekki sé unnt að hrópa húrra fyrir.

Katrín sagði að VG hefði í kosningunum lagt mesta áherslu á að efla heilbrigðiskerfið, menntakerfið og samgöngurnar. Málunum sem VG nefnir er alltaf að fækka. Þessi mál, sem Katrín nefndi í Víglínunni eru mál, sem allir flokkar eru sammála um að þurfi að efla, þar eð þau hafa verið í svelti.

Það þurfti ekki að mynda stjórn með íhaldinu til þess að efla þau, það er fyrirsláttur. Miðjuvinstri stjórn hefði vissulega eins getað eflt þessa málaflokka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Heimir Már spurði Katrinu hvers vegna ekki hefði verið reynt meira til vinstri, miðvinstri og hvort meirihlutinn 32 þingmenn hefði ekki verið sá sami þegar Sigurður Ingi gekk út eins og þegar viðræðurnar hófust. Katrín sagði það vera en Sigurður Ingi hefði talið meirihlutann of tæpan og farið. Varðandi 5 eða 6 flokka stjórn sagði Katrín, að stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu verið búnir að vinna saman og því legið best við að reyna við þá en ótryggara starf með 6 flokka eða 5.
Mín skoðun: Það var ekki nægur vilji hvorki hjá Framsókn né VG til þess að mynda miðjuvinstri stjórn, hugur þessara flokka leitaði til hægri. Því fór sem fór.

Björgvin Guðmundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: