Hægagangur hjá saksóknara í Samherjamálinu
Gunnar Smári skrifar:
Auðvitað getur mikill asi í réttarkerfinu verið hættulegur, en er þetta aðeins of rólegt? Rúmum tveimur mánuðum eftir að Samherjaskjölin voru gerð opinber hafa Namibíumenn handtekið menn, fryst eigur þeirra, stungið þeim í gæsluvarðhald og hafið víðtæka rannsókn. Við hér upp á skerinu erum að hanna atvinnuauglýsingu með Capacent fyrir störf sem losna 1. apríl. Humm, talið við mig á næstu öld, kannski getum við skoðað þetta þá.