Greinar

Hæg er leið til Helvítis, hallar undan fæti (Bólu Hjálmar)

By Aðsendar greinar

June 20, 2023

 

Birgir Dýrfjörð rafvirki skrifar:

Fyrir margt löngu var mikið rætt á Íslandi um um áfengt öl (bjór).  Ég sat þá á Alþingi og talaði gegn áfengu öli. Helstu rök mín voru reynsla annarra þjóða. Ég birti hér þau rök. Þau voru staðfest af Áfengisráði.

Ég bendi á, að dæmin sem ég tiltók eru nú orðin vel þrjátíu ára,  um leið bendi ég á, að margt af unga fólkinu, sem ég hafði áhyggjur af þá er nú foreldrar unga fólksins, sem ölvíman ógnar í dag.                   

Það breytir þó ekki því að hrif áfengis á einstaklinga og samfélag eru óbreytt frá því sem var fyrir þrjátíu árum. ví voru staðreyndir í ræðu  minni þá jafngildar í flestu því ástandi sem er í dag.

Úr ræðu minni á Alþingi.

Háttvirtur forseti:  Aukin áfengisneysla, yrði samkvæmt alþjóðarannsóknum ávísun á aukið heilsufarslegt og efnahagslegt og félagslegt tjón.  Aukin áfengisneysla  opnar leið fyrir þá plágu sem við öll óttumst og enginn getur bætt. Ég er hér að tala um þann stóraukna skaða af neyslu vímuefna, sem fæsta hefur órað fyrir.