- Advertisement -

Hæðist að Gulla og efast um Óla Björn

„…myndi hann þá setja ól­ina frá Gulla um sinn eig­in háls og rétta yf­ir­völd­um svo bandsend­ann eða …?“

Ritstjóri Moggans.
Davíð Oddsson:
„Óli Björn Kára­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrifaði at­hygl­is­verða grein um álita­efn­in sem liggja hjá um­hverf­is­ráðuneyti.“

Eðlilega eru innanmein í Valhöll. Flokkurinn búinn að missa Samfylkinguna talsvert fram úr sér. Svo virðist sem nú sé sökudólga leitað. Ritstjóri Moggans er engin undantekning þar. Honum þykir Guðlaugur Þór liggja vel við færi. „Það vek­ur alltaf at­hygli og jafn­vel ónot þegar nýir ráðherr­ar verða of fljótt taum­létt­ir emb­ætt­is­mönn­um „sín­um“. Vissu­lega létt­ir það starfa emb­ætt­is­manna. Nýliðar á ráðherra­stóli skynja þó ábyrgð sína og vænt­ing­ar kjós­enda og vilja vel. Sir Humphrey í ráðuneyt­inu veit að hann ræður mestu um ár­ang­ur ráðherra.

Nýr ráðherra kem­ur fáliðaður og verk­efn­in hell­ast á hann. Á fáum vik­um sér fastaliðið í ráðuneyt­inu hvort sá nýi verði far­sæll á sín­um pósti. Sú mæli­stika er ekki hefðbund­in. Mestu skipt­ir að ráðherr­ann taki leiðbein­ing­um og fari „vel í vasa“. Byrji ráðherra á fjórðu viku að tala með viður­kennd­um frös­um ráðuneyt­is­ins, þá er kinkað kolli. Þetta verður í lagi og ástæðulaust að bíða „sinn mann af sér“ og færa hon­um vand­ræðaleg verk­efni til að flýta fyr­ir,“ segir í leiðara dagsins. Áfram er haldið:

„Óli Björn Kára­son, formaður þing­flokks Sjálf­stæðis­flokks­ins, skrifaði at­hygl­is­verða grein um álita­efn­in sem liggja hjá um­hverf­is­ráðuneyti. Hann las ung­ur bók­ina Endi­mörk vaxt­ar­ins eft­ir nokkra „vís­inda­menn“. Þetta hef­ur verið gagn­legt rit til að hræða líftór­una úr Óla Birni. En boðskap­ur­inn var þó ekki um KING KONG eða leiðang­ur frá Mars. Komið var að enda­punkti mann­kyns.“

Leiðaranum lauk ritstjórinn svona:

„Það má gjarn­an mæla með lestri á þess­ari grein Óla Björns. En stóra spurn­ing­in er, ef Óli Björn myndi fá áskor­un frá okk­ur öll­um hinum og verða um­hverf­is­ráðherra, myndi hann þá setja ól­ina frá Gulla um sinn eig­in háls og rétta yf­ir­völd­um svo bandsend­ann eða …?“

Þannig er þetta. Í miðju fylgishruni eru menn byrjaðir að benda á einn og annan. Það er kjörstaða fyrir andstæðinga flokksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: