- Advertisement -

Gylfi Magnússon dósent: „HVER VAR AÐ FIKTA Í TÍMAVÉLINNI!?!“

Gylfi Magnússon er dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og var efnahags- og viðskiptaráðherra utan þings á árunum 2009-2010.

Gylfi hefur verið dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands frá árinu 1998, en kappinn útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og þá er hann með doktorsgráðu í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum.

Gylfi er líka með húmor.

Hann skrifaði skemmtilega færslu á Facebook-síðu sinni sem sýnir hvað fortíð og nútíð geta blandast skemmtilega saman á nánast öllum tímum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gefum Gylfa orðið, sem greinilega er lúmskur húmoristi:

„Running up that hill með Kate Bush vinsælasta lagið, Top Gun með Tom Cruise vinsælasta kvikmyndin.

Val Kilmer og Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun frá árinu 1986. Ný Top Gun er komin út.

Verðbólgan í tveggja stafa tölu og kalda stríðið á fullu.

HVER VAR AÐ FIKTA Í TÍMAVÉLINNI!?!“

Gylfi góður.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: