Fréttir

Gunnar Smári styður ekki Áslaugu Örnu

By Ritstjórn

April 03, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Áfengissölukerfi Stalíns snerist um að aflétta þeim hömlum sem keisarinn hafði sett og Lenín viðhaldið, hefja stórframleiðslu á vodka og selja það sem víðast til að afla fjár til að iðnvæða Sovétríkin. Vodkað var selt í söluskúrum sem voru við hverja blokk, og sem voru opnir frá því snemma á morgnanna og fram yfir miðnætti. Það má því segja að Stalín hafi gert það sem Áslaug Arna vill framkvæma, að koma brennivíninu heim til fólks. Þessi stefna leiddi til mikils áfengisböls í Sovétríkjunum, svo mikils að Gorbatsjov innleiddi skynsamlegri stefnu, takmarkaði opnunartíma kiozka, hækkaði verðið, opnaði áfengislausa skemmtigarða o.fl. Þetta skilaði góðum árangri en fyllibyttan Jeltsín afnam öll þessi höft en þeir Pútín og Medvedev hafa síðan reynt að hemja þetta aftur, enda báðir bindindismenn (í landi hinna drukkna stjórna templararnir. Það má nú sjá í USA, bindindismaðurinn Trump er afkvæmi meth- og ópíumóðafaraldra sem hafa verið samfélaginu álíka skaðlegir og ginfárið í Bretlandi fyrir þrjú hundruð árum eða svo. En hvað um það, Áslaug Arna er á línu Stalíns og Jeltsín og því alrangt að teikna hana upp sem riddara gegn sovésku áfengissölukerfi, það mætti frekar segja að hún vildi innleiða Stalínska stefnu.