- Advertisement -

Gunnar Smári skilur ekki tímaröð ríkisstjórnarinnar – á það við um fleiri?

Gunnar Smári skrifar:

Ég skil ekki alveg þessa tímaröð:

5. apríl: Reglugerð heilbrigðisráðherra dæmd ólögleg

8. apríl: Ný reglugerð heilbrigðisráðherra

20. apríl: Ríkisstjórn kynnir breytingar á sóttvarnalögum

21. apríl: Alþingi í spreng að afgreiða frumvarpið, stefnt að næturfundum svo lögin taki gildi 22. apríl.

Mátti ekki nota þessa 15 daga frá dómnum að kynningu á lagabreytingunni eitthvað betur. Hvers vegna þetta mikla hangs og svo þessi mikli æðibunugangur?

Það er kannski ekki að furða að lagabreytingin sem Alþingi afgreiddi í febrúar var fúsk, eins og reglugerð ráðherra sem byggði á þessum lögum. Öllum ber saman um að kynningarfundurinn á þriðjudaginn var fúsk og þessi vinnubrögð á Alþingi eru náttúrlega yfirgengilegt fúsk. Það er eins og ætlunin sé að fúska sig í gegnum þetta allt. Hvað haldið þið að komi út úr því? Ég skal hjálpa ykkur. Þetta verður F _ _ K

Svo má bæta við. Fyrst var þingfundi frestað til 21:30. Svo til 23:00. Þá til 24:00. Svo til 1:00. Og nú áðan til 2:00. Svona verður þetta fram eftir nóttu þar til þingmenn taka til við að röfla svefndrukknir um málið fram á morgun áður en þeir greiða atkvæði um lög sem verða svo gölluð að ekkert hald verður í þeim.

Ég vildi ég gæti hlegið að þessu, en ég er alveg að missa húmorinn fyrir Alþingi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: