- Advertisement -

Gunnar Smári hellir sér í slaginn

Tveir oddvitar. Rán Reynisdóttir, sem leiðir lista Sósíalista í Suðurkjördæmi og Gunnar Smári oddviti í Reykjavíkurkjördæmi.

Stjórnmál Gunnar Smári Egilsson mun leiða lista Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann tilkynnir þetta á Facebook:

„Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður kjörstjórnar og pólitískur leiðtogi Sósíalistaflokksins á sviði Alþingis og sveitastjórna, óskaði eftir því að ég tæki að mér oddvitasæti flokksins í Reykjavík norður. Ég féllst á það og tillagan var borin upp á félagsfundi í kvöld og samþykkt. Ég mun reyna að sameina starf mitt á Samstöðinni og framboðið næstu vikur, halda áfram að þjóna samfélaginu með mikilvægri greiningu og umræðu. Samfélag okkar er á tímamótum. Það er óendanlega mikilvægt að okkur takist að breyta stjórnarstefnunni sem hefur skaðað samfélagið illa. Ef okkur tekst ekki að knýja fram breytingar leið mun samfélagið brotna.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: