Gunnar Bragi Sveinsson, sem er hvoru tveggja formaður þingflokks og varaformaður Miðflokksins, sendir sínum gamla flokki, Framsóknarflokknum, skot í Moggagrein.
„Það er vandséð í dag á hvaða leið sumir hina „gömlu“ stjórnmálaflokka eru. Í ríkisstjórn eru þrír flokkar sem eiga að vera ólíkir að stefnu og gildum en vandséð er í dag hver er hvað. Líkur eru á að þessir þrír flokkar haldi áfram að líkjast hver öðrum enda allar tilraunir til annars kæfðar í fæðingu. Nú er svo komið að einn af þessum flokkum er á góðri leið með að þurrkast út þrátt fyrir valdatafl sem átti að þýða endurreisn. Þeir sem að því stóðu sitja nú í ríkisstjórn, fastir í bergmálshvellinum.“
Gunnari Braga virðist skemmt yfir óförum síns gamla flokks. Hann skrifar um fleira.
„Of margir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru keimlíkir í dag og keppast við að sækja sér fylgi í eitthvað sem þeir sjálfir skilgreina sem „frjálslyndi“. Þeir sem ekki eru sammála þeim eru popúlistar, einangrunarsinnar, þjóðrembur o.s.frv. En gjarnan eru það einmitt mestu popúlistarnir sem elta tíðarandann og sveiflast eins og vindhanar eftir fésbókinni.“