- Advertisement -

Gunnar Bragi segir Framsóknarflokkinn illa leikinn

- Alþingi þrengdi að skattaeftirliti. Bagalegt, segir ríkisskattstjóri.

 

Í þessum öðrum þætti Svartfugls kemur ýmislegt forvitnilegt fram. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist reikna með erfiðum miðstjórnarfundi hjá Framsókn á laugardaginn. Hann gerir ekki ráð fyrir að óskað verði formlega efitir að flokksþing verði haldið fyrr en til stendur. Hann gerir heldur ekki ráð fyrir að borin verði fram vantrauststillgaga á Sigurð Inga Jóhannsson formann flokksins.

Gunnar Bragi segir að hann hafi skorað á Lilju Alfreðsdóttir, varaformann Framsóknar, til að sækjast eftir formennsku. Hann segir flokkinn áhrifalausan og eins að Sigmundur Davíð geti ekki endurheimt formennskuna. Ekki að sinni, hið minnsta.

Skúli Eggert Þórðarson skattstjóri segir betur megi gera í skattaeftirliti. Dregið var úr fjárveitingum til skattaeftirlist. Skúli Eggert segir það bagalegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þátturinn er á dagskrá klukkan 21:00 í kvöld, á Miðjunni og á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: