- Advertisement -

Gunnar Bragi fékk hrós frá Vigdísi

Stjórnmál „Ráðuneytið kveðst hafa unnið að útfærslu tillagnanna og nefnir það sérstaklega að það hafi uppskorið hrós frá Vigdísi Hauksdóttur sem á sæti í hagræðingarhópnum og er einnig formaður fjárlaganefndar Alþingis.“ Þetta kemur fram á ruv.is. Utanríkisráðuneytið svarar þar gagnrýni Ásmundar Einars Daðasonar formanns hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar vegna skipunar tveggja nýrra sendiherra. Ráðuneytið segir unnið að útfærslu tillagna hópsins og nefnir það sérstaklega að ráðuneytið hafi uppskorið hrós frá öðrum nefndarmanni – Vigdísi Hauksdóttur.

Vigdís Hauksdóttir tók, á Facebokksíði sinni, fyrr í dag undir gagnrýni Ásmundar Einars.

Ásmundur Einar Daðason sagði í hádegisfréttum RÚV að skipan Árna Þórs Sigurðssonar og Geirs H. Haarde væri ekki í samræmi við tillögur hagræðingarhópsins.

Í yfirliti sem ráðuneytið sendi með yfirlýsingunni kemur fram að fjöldi ráðuneytisstjóra og sendiherra í ráðuneytinu verði 39 á þessu ári. Inni í þeirri tölu eru bæði Geir og Árni Þór auk annars sem lætur af störfum um áramótin og þá eru þrír af núverandi sendiherrum í leyfi.

Ráðuneytisstjórar og sendiherrar hafa – miðað við þetta yfirlit – ekki verið fleiri frá árinu 2008 þegar þeir voru fjörtíu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: