Jónas Elíasson prófessor skrifar um Gunnar Braga Sveinsson, sem hann kallar „hin glaðbeitta Skagfirðing“. Tilefnið er gagnrýni Gunnars Braga á öldudufl. Gunnar Bragi kon il að mynda inn á þetta í Morgunþætti Miðjunnar. Gunnar Bragi sagði ekki mörg störf skapast í viðleitni ríkisstjórnarinnar að fjölga ölduduflum.
Jónas Elíasson skrifar í Moggann:
„Þarna er þingmaðurinn greinilega að reyna að vera fyndinn og ekki mun af veita að sýna af sér einhverja kæti á þessum síðustu og verstu tímum, veirur úti um allt og allt lokað og læst, sem hlýtur að vera erfitt fyrir Skagfirðinga sem lýstu sér svona á túristaensku: „Horses men and women men and bad with wine“.
Sumum finnst það áreiðanlega afsakanlegt ef skagfirskir sveitamenn hafa ekki mikinn áhuga á ölduduflum en það er nú öðru nær. Hið fræga skagfirska efnahagssvæði væri ekki mikils virði án sjósóknar og sjávarafla. Vandræði í skagfirskum höfnum vegna öldugangs eru ærin og þar sem hafnarskilyrði eru ekki nægilega góð segir útgerðin bless og fer annað.
Undirritaður átti þess kost að vinna við hafnargerð á sjöunda áratugnum og koma öldumælingum í gang. Síðan hafa tekið við menn sem með mikilli þrautseigju hafa byggt upp þessi vísindi svo vel, að nú eru þeir Íslendingar þekktir á alþjóðavettvangi fyrir framlag sitt á þessu sviði. Það hefur komið í ljós – vegna tilveru öldudufla – að það sem maður hélt að væru 10-12 metra öldur hér á árunum þegar engar mælingar voru til, reyndust vera 16-18 metra öldur. Þeir útgerðarmenn sem flúðu heimahagana vegna slæmrar hafnaraðstöðu höfðu alla ástæðu til þess.
Svo áfram með ölduduflin og upp með skagfirska efnahagssvæðið. Ef mönnum finnst of fá störf í boði á sviði öldudufla þá er bara að fjölga þeim,“ skrifar Jónas Elíasson af þekkingu.