Guggan verður áfram gul, sögðu Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Þór Júlíusson, þá bæjarstjóri á Ísafirði, þegar Samherji keypti flaggskip Ísfirðinga, Guðbjörgu ÍS 47.
Blekið var vara þornað á kaupsamningnum þegar Guggan sigldi alfarin frá Ísafirði. Loforðið var svikið á methraða.
Þegar Stefán Hjörleifsson, hjá Storytel, sagði ekkert eiga eftir að breytast, eftir að sænska fyrirtækið eignaðist mjög ráðandi hlut í Mál og menningu. Þegar hann fullyrti þetta rifjaðist upp loforð Samherja um Gugguna. Nú er að sjá hvað verður.