Guðrún Aspelund læknir.

Fréttir

Guðrún var rekinn úr landi en Joe Lieberman kom til hjálpar: „Ég á hon­um mikið að þakka.

By Ritstjórn

June 25, 2022

Guðrún Asp­e­lund verðandi sótt­varna­lækn­ir segist hafa ætlað sér að hefja 5 ára sér­nám í al­menn­um skurðlækn­ing­um við Yale-há­skóla í Banda­ríkj­un­um, þegar babb kom í bát­inn.

Hinn frægi skóli Yale.

Hún var að vísu „kom­in inn fyr­ir þrösk­uld­inn“ eft­ir að hafa starfað í 2 ár á rann­sókna­stofu við há­skól­ann; en þurfti að sækja um nýtt dval­ar­leyfi vegna sér­náms­ins.

Það gekk illa og það kom að því að Guðrúnu var vísað úr landi.

Segir hún það hafa verið mikinn skell og Guðrún óttaðist mjög að staðan yrði tek­in af henni.

Hún beið milli von­ar og ótta á Íslandi, en svo kom á dag­inn að fleiri í henn­ar stöðu höfðu lent í sömu ógöngum við aðra há­skóla.

Joe Lieberman.

Þetta varð til þess að Joe Lie­berm­an öld­unga­deild­arþingmaður Conn­ecticut gekk í málið og leysti það.

Og allt er gott sem endar vel. Eft­ir mánuð gat Guðrún því snúið aft­ur til Yale.

„Ég á hon­um mikið að þakka. Það var mjög óþægi­legt að bíða heima og framtíðin var óráðin í heil­an mánuð,“ seg­ir Guðrún.