„Hvað ætlar ráðherra að gera í stöðunni? Verður rekstur Landhelgisgæslunnar styrktur til að tryggja öryggi í landinu? Hvað hefur ráðherra að segja við þeirri niðurstöðu fjármálaráðuneytisins sem hefur birst bæði í 1. og núna í 2. umræðu fjárlaga, að ekki verði fallið frá aðhaldskröfu á Landhelgisgæsluna á komandi ári? Hvernig má vera að aðeins 100 millj. kr. fjárfestingarheimildir séu til staðar til að sinna 20 milljarða tækjakosti hjá Landhelgisgæslunni? Og verður annars gripið til þess ráðs, ef ekkert verður að gert, að selja flugvél, þyrlu eða skip?“
Þetta sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, þegar hún talaði um fjárhagsvanda Landhelgsisgæslunnar.
„Það er ekki launungarmál að rekstrarstaðan hefur verið þung en frá því að ég kom inn í dómsmálaráðuneyti í sumar hef ég lagt gríðarlega áherslu á að standa vörð um Landhelgisgæslu Íslands og þá ekki síst að bæta rekstrarskilyrði hennar,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
„Það verkefni er viðvarandi og ég hef unnið að því í samvinnu við fjármálaráðherra, Landhelgisgæsluna og fjárlaganefnd Alþingis að finna leiðir til að tryggja fullnægjandi rekstrargrundvöll fyrir stofnunina á komandi árum. Það leynast tækifæri til hagræðingar, líkt og í öllum ríkisstofnunum, en hagræðing í rekstri má aldrei koma niður á þjónustustigi Gæslunnar og þar með öryggi almennings. Það verkefni er nú í höndum okkar hér á Alþingi að standa sameiginlegan vörð um Landhelgisgæslu Íslands og er ég þess fullviss um að við getum gengið frá fjárlagafrumvarpi sem tryggir sterka stöðu okkar mikilvægu stofnunar. Efling Landhelgisgæslunnar er eitt af mínum forgangsmálum á meðan ég gegni því embætti sem mér hefur verið falið. Þar tel ég brýnt að horfa til framtíðar,“ sagði ráðherrann,