Greinar

Guðni: „Vertu heima og slappaðu af. Við þjóðin sjáum um restina“

By Ritstjórn

June 17, 2020

Jón Kristinn Snæhólm skrifaði:

„Að gefnu tilefni!

Nú á Guðni forseti vor að draga sig út úr kosningaslagnum og halda sig heima.

Allt getur gerst á vegum landsins, hættur alstaðar og örlagapúkinn í stuði.

Við öll munum kjósa Guðna og þakka honum vel unnin störf. Við öll óskum eftir störfum hans áfram.

Ég kýs Guðna. Ég kýs að hann haldi sig heima og taki því rólega. Ég kýs að engin áhætta sé tekin til að mæta bullinu sem þrífst í þessum kosningaslag.

Munum að ef núverandi forseti einhverra hluta vegna heltist úr lestinni verður 7% maðurinn forseti.

Í guðanna bænum Guðni:

Vertu heima og slappaðu af. Við þjóðin sjáum um restina.“